Þetta hljómar ekki vel. Flugumferðarstjórn myndu líklega flestir telja eitt allra mikilvægasta starfið við að tryggja góðar og öruggar samgöngur á heimsvísu. En innan fárra áratuga gætu drónar sent flugumferðarstjóra á atvinnuleysisbætur.

Þessir kappar gætu misst sig í framtíðinni.
Þessir kappar gætu misst sig í framtíðinni.

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna og NASA hafa unnið að því um hríð að rannsaka hvort drónar geti sinnt flugumferðarstjórn í framtíðinni og fyrstu niðurstöður jákvæðar samkvæmt fregnum Business Insider.

Hugmyndin með að skipta út fólki og fá vélar í djobbið snýst eins og alltaf um að spara peninga. Það kostar skid og ingeting að kaupa nokkra dróna í Elko og forrita til að stjórna flugumferð framtíðarinnar og það sagt mun öruggara en að hafa mennska menn sitjandi í flugturnum hér og þar við misgóðar undirtektir. Það hefur og sýnt sig að vestanhafs, og líklega mun víðar, gera flugumferðarstjórar mjög reglulega mistök og mistök í því djobbi geta kostað fólk lífið.

Mistök reyndar skrifast oftast á of mikla vinnu og almenna þreytu en í stað þess að fjölga starfsmönnum og leysa vandamálið og fækka óhöppum telur Kaninn betra að snúa sér að tækninni.

Hversu lengi er þess að bíða að farþegavélum verði líka alfarið stjórnað af tölvum og róbotum? „Góðan daginn, góðir farþegar. Þetta er R2-D2 flugstjóri sem talar. Aðstoðarflugstjóri í þessari ferð er Wall-E…“

Aldeilis ástæða til að drífa sig út núna 😉