Skip to main content

Hólimólí! Óþekkt kínversk flugflög ætla að fljúga til Íslands á næsta ári með stoppi i Helsinki Hvernig það er merkilegt skal alveg ósagt látið.

Juneyao Airlines eitt þeirra flugfélaga sem ætla að bjóða flug til og frá Íslandi á næstu vertíð.

Fávísir íslenskir miðlar, bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið, auglýsa þennan daginn að allt sé nú að gerast fyrir þá sem elska Asíu. Þrjú, ef ekki fjögur, kínversk flugfélög, sjá sóma sinn í að bjóða flug til Íslands á næsta ári!!! Sem kallar á blöðrur, glingur og jafnvel kampavín hjá ferðaþjónustuaðilum landsins.

Nema kannski að hvert og eitt einasta flugfélag ætlar að bjóða landanum flug til Kína með stoppi í Helsinki í Finnlandi eða Kaupmannahöfn í Danmörku.

Hvað er nýtt við það kann einhver að spyrja?

Ekkert! Nákvæmlega ekkert. Við hingað til vandræðalaust getað flogið til bæði Helsinki og Kaupmannahafnar og tekið þaðan flug með hinum og þessum flugfélögum til Asíu vandræðalaust með afbrigðum.

Allir miðlar sem um málið fjalla klikka á meginatriðinu. Er flug með þessum kínversku flugfélögum eitthvað ódýrara en að bóka bara flug til Köben eða Helsinki og bóka svo þaðan með einhverju af þeim tugum flugfélaga sem þaðan fljúga til Asíu?

Varla það. Enda ekkert kínverskt flugfélag sem hingað flýgur að hugsa un skitinn landann heldur bara sinn eigin landa.

Með öðrum orðum: flug frá Kína gegnum Köben eða Helsinki skiptir okkur engu sérstöku máli 😉