Ferðaþjónusta um heim allan er að taka breytingum. Meira val fólks gegnum netið þýðir að fleiri og fleiri skipuleggja nú sín ferðalög sjálfir og láta ekki einskorða ævintýri sín við ferðir ferðaskrifstofanna.

Það er þó töluverð frumskógaferð að þvælast milli leitarvéla í leit að bestu eða ódýrustu fargjöldunum eða gistingunni hverju sinni því þau breytast ört hjá velflestum leitarvélum og það jafnvel á mínútufresti.

Hér eru allar helstu flug- og hótelleitarvélar á netinu í dag. Margar þeirra bjóða líka upp á bílaleiguleit.

Listinn er uppfærður reglulega og er ekki tæmandi en við ráðleggjum öllum að eyða kvöldstund eða tveimur að rúlla létt yfir sem flestar því það getur sparað verulega peninga á ferðalögum hvert sem er.