Fátt amalegt við að búa í Nantes á suðvesturströnd Frakklands og geta skroppið aðra leiðina til Kanaríeyjanna fyrir svo mikið sem EITT ÞÚSUND OG ÞRJÚ HUNDRUÐ KRÓNUR!

Sérdeilis fáranlega góð flugtilboð með Volotea hingað og þangað um Evrópu með haustinu.

Hólímóli segjum við bara. Maður fær varla pulsu og kók í miðborg Reykjavíkur fyrir þann pening.

Það er engu að síður staðreynd að spænska lággjaldaflugfélagið Volotea er þessa stundina að auglýsa haustfargjöld sín til og frá hinum ýmsu stöðum í Evrópu og eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti má víða fljúga niður í 1.300 krónur miðað við gengi evru gagnvart krónu þennan daginn.

Þetta nýtist okkur Íslendingum takmarkað auðvitað. Nema þá að einhverjir eyjaskeggjar hafi í hyggju að flakka vítt og breitt um álfuna með haustinu og vilji gera það á sem ódýrastan máta.

Hér auðvitað um að ræða flug aðra leiðina með engu inniföldu öðru en lítill handtösku en ekki kostar heldur nein ósköp að bæta farangursheimild við herlegheitin og fljúga samt á lægra verði en kippa af bjór kostar í ÁTVR hjemmevið.

Volotea er með bækistöðvar á Spáni, Grikklandi, Ítalíu, Austurríki og Frakklandi og flýgur þaðan til hinna ýmsu áfangastaða fyrir slikk almennt. Vissulega oftast nær frá smærri borgum og flugvöllum en leiki hugur að skoða hina raunverulegu Evrópu eru smærri borgir og bæir algjörlega málið fremur en heimsborgirnar stóru.

Nánar hér.