Það kostar að meðaltali 7.840 krónur að fljúga hverja hundrað kílómetra milli Reykjavikur og Akureyrar en aðeins 4.190 krónur að fljúga sömu vegalengd milli Oslóar og Bergen miðað við sama meðaltal. Allra dýrast er að fljúga innanlands í Finnlandi og Sviss.

Engar grafgötur. Innanlandsflugið hér með því allra dýrasta á heimsvísu. skjáskot
Engar grafgötur. Innanlandsflugið hér með því allra dýrasta á heimsvísu. skjáskot

Þetta eru niðurstöður úttektar þýsku ferðaskrifstofunnar Go Euro. Þar á bæ gerðu menn sér lítið fyrir og tóku saman kostnað við innanlandsflug í fjölda landa og reyndar gerðu gott betur því verðlag á rútu- og lestarferðum einnig tekið saman.

Varðandi flugið er meðalkostnaðurinn reiknaður þannig að tekin eru allra lægstu fargjöld í boði milli tveggja stærstu borga hvers lands fyrir sig og út frá þeirri tölu reiknaður meðaltalskostnaður per hverja hundrað kílómetra á flugi.

Í ljós kemur og fáum á óvart að það er dýrast að fljúga milli stærstu borga Finnlands, 16.500 krónur pr. 100 kílómetra, og flug innan Sviss þar rétt á eftir, 14.860 per hundrað kílómetra. Allra lægsta verð á innanlandsflugi finnst hins vegar á Indlandi og í Malasíu en hundrað kílómetra meðaltalsverð á flugleiðum innan þeirra landa kosta um 1.250 krónur.

Undarlegt nokk þá styður könnun Go Euro óvísindalega úttekt Fararheill frá því í sumar þar sem við bárum lauslega saman verð á flugi milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Oslóar og Bergen auk fleiri staða. Þar kom einnig í ljós helmingi hærra verð hér en ytra eins og lesa má um hér.

Könnun Go Euro hér í heild sinni.