Skip to main content
Tíðindi

Flug hafið hjá easyJet

  27/03/2012janúar 9th, 2015No Comments

Blað var næstum því brotið í flugsögu Íslendinga í dag þegar lágfargjaldaflugfélagið easyJet hóf sig til flugs frá Keflavík fyrsta sinni til Luton í Englandi. Annað stórt lágfargjaldaflugfélag, Norwegian, mun einnig hefja sig til flugs frá Íslandi á vori komanda.

Ef frá eru taldar ferðir þýsku flugfélaganna Germanswings og AirBerlin sem flogið hafa óreglulega hingað til lands hin síðustu ár er þetta í fyrsta skipti sem lágfargjaldaflugfélag flýgur hingað til lands ef frá er talinn tilraun dótturfélags British Airways, Go!, sem reyndi reglulega áætlunarflug milli Bretlands og Íslands árið 2001 og 2002.

Dagurinn er því stór fyrir íslenska neytendur sem frá og með næsta sumri geta loks farið að velja milli alvöru valkosta í flugsamgöngum til og frá landinu. EasyJet hefur þegar ákveðið að fljúga lengur hingað en aðeins yfir sumartímann og því komnir til að vera allavega fram á næsta ár.

Var það íslenskur flugmaður, Davíð Ásgeirsson, sem flaug fyrstu vél flugfélagsins til Íslands en áætlun easyJet gerir ráð fyrir flugi þrisvar í viku í allt sumar.

Eins og Fararheill hefur greint frá gengur miðasala vel og þarf nú að leita í haust og næsta vetur til að finna og kaupa allra ódýrustu fargjöld easyJet. Sala miða næsta vetur mun hefjast síðar í þessari viku.