Ómögulegt er að slá einhverju föstu um hve margir Íslendingar bera sig sérstaklega eftir öðruvísi ferðum en þeim tiltölulega generísku sem eru hér í boði. En séu einhverjir þarna úti sérstaklega ferða- og ævintýraþyrstir gæti þessi pakki komið hjartanu af stað.

Eitt allra fallegasta land heims er Nýja-Sjáland. Víða stoppað þar í afar góðri ferð.
Eitt allra fallegasta land heims er Nýja-Sjáland. Víða stoppað þar í afar góðri ferð.

Hér er um að ræða tíu daga túr þvert gegnum Ástralíu með stoppum á fjölmörgum forvitnilegustu stöðum landsins og þriggja nátta slökun í borgunum Cairns á norðurströnd landsins og í Sidney á austurströndinni. Frá Cairns er meðal annars farið með báti að skoða hin geysimerku kóralrif Great Barrier Reef.

Eftir að hafa skoðað Sidney í hólf og gólf er stikað á skipsfjöl á fimm stjörnu skemmtiferðaskipinu Celebrity Solstice og siglt með þeim ágæta dalli sem leið liggur yfir til Nýja-Sjálands. Siglt er meðfram Nýja-Sjálandi öllu og gert stopp á einum níu stöðum í landinu til að fólk geti spókað sig og tekið inn áhugaverða hluti. Enginn skortur er á þeim í Nýja-Sjálandi sem er að margra mati sá staður heims sem hvað mest svipar til Íslands hvað landslag og fegurð varðar. Fólk er á skipsfjöl í tólf nætur í heildina.

Túrinn er ekki beint ódýr. Lægsta verð með flugi frá Bretlandi og til Bretlands að ferð lokinni er um 1,1 milljón króna á mann miðað við tvo saman. Samtals því 2,2 milljónir króna gróflega talið. En hér er plúsinn sá að veki þetta áhuga hefur fólk heilt ár til að safna seðlum. Túrinn er nefninlega í boði í janúar 2017.

Hér að neðan er myndband frá Cruise.co.uk sem ferðina selur. Myndir segja alltaf meira en mörg orð.