Margir halda að við séum eingöngu í því að benda á ferðatilboð erlendra aðila. Því fer fjarri. Finnist urrandi góð tilboð hér heima erum við líka fljót til að láta vita og nú er nákvæmlega eitt slíkt í boði en tíminn skammur.

Ahhhh. Spánarsól í tíu daga og svo beint heim í jólasteikina... Mynd cortto
Ahhhh. Spánarsól í tíu daga og svo beint heim í jólasteikina… Mynd cortto

Það er ferðaskrifstofan Heimsferðir sem er að skafa duglega af stöku ferðum sem skammt er í til Tenerife og þar er afslátturinn duglegur komist fólk á annað borð við afar litlum fyrirvara. Sé það möguleiki er hægt að taka tíu daga Spánarsól, akkurat í tæka tíð fyrir jólahlaðborðin, nú 10. desember og gista á þriggja stjörnu La Isla Bonita á Costa Adeje. Hér er allt innifalið.

Venjulegur prís á slíkri ferð Heimsferða á þessu hóteli er kringum 160 þúsund á mann miðað við tvo saman en nú er hægt að demba sér út hvelli fyrir aðeins 129 þúsund krónur á mann. Það þýðir 60 þúsund króna afslátt frá venjulegu verði. Það er alvöru afsláttur.

Svo má ekki gleyma að á Tenerife er sallfínt að versla jólagjafirnar og koma jafnvel út í plús.

Nánar hér.