Langflestir, í gamansamri könnun flugleitarvefsins Skyscanner, vilja helst af öllu sitja við hlið breska leikarans Stephen Fry í flugferð.

Hætt við að flugferð verði töluvert skemmtilegri við hlið þessa ágæta manns.

Skaut Fry aftur fyrir sig ívið frægari stjörnum á borð við kvikmyndastjörnunni Johnny Depp, knattspyrnugoðinu David Beckham og meira að segja Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, fékk ívið færri atkvæði en títtnefndur Fry.

Rúmlega þúsund manns tóku þátt í þessari ákveðnu könnun en ekki lék aðeins forvitni að vita hver væri eftirlætis sessunauturinn heldur var spurt um fleira skemmtilegt.

Þannig kemur í ljós að 22 prósent kysu helst að það væri rödd leikarans Morgan Freeman sem hljómaði í kallkerfi flugvéla. Sömuleiðis töldu flestir ákjósanlegt ef Jamie Oliver eldaði matinn sem í boði væri um borð en þar á eftir kom matargerð eldhúsgellunnar Nigellu Lawson.

Þá komust grínarinn Ricky Gervais og leikarinn og þungarokkshetjan Ozzy Osbourne á blað sem bestu kandidatarnir til að fara yfir öryggisatriði fyrir flugtak. Líklega væru flugferðirnar töluvert skemmtilegra með þennan mannskap til þjónustu reiðubúinn.

Þetta síðastnefnda er dulítið merkilegra en annað í þessari könnun sökum þess að rannsóknir hafa sýnt að þeir sem ferðast oft og mikið flugleiðis skeyta litlu um þegar áhöfnin fer yfir öryggisatriðin. Víst eru boðorðin keimlík, þreytt og leiðinleg hjá flestum flugfélögum fyrir utan þá staðreynd að slys eru orðin afar fátíð í flugbransanum. Það því takmörkuð ástæða til að hlusta á enn eina bununa um öryggi á flugi.

En þegar og ef eitthvað bjátar á er yfirleitt hvorki tími né yfirvegun í fólki til að fletta spjöldum um hvað eigi að gera. Ert þú meðvituð/-aður um hvar næsti neyðarútgangur er í vélinni þar sem þú situr með tveimur börnum þínum? Hvort barnið ættirðu að aðstoða fyrst ef loftþrýstingur fellur í vélinni miðja vegu til Glasgow? Og hvað ef nauðlent er á vatni og blindur farþegi situr þér við hlið. Aðstoðar þú viðkomandi eða berst á hæl og hnakka að komast út? Slík viðbrögð aðskilja sauðina frá höfrunum og þá er vænlegt að hafa lagt við hlustir í upphafi 😉

Leave a Reply