Skip to main content

S ökum gríðarlegra vinsælda popplagsins Gangnam Style fyrir fáum árum er Suður Kórea óvenjulega mikið á vörum fólks í vestrænum löndum. En það er líka í því landi sem einn umdeildasti útigarður heims fyrirfinnst.

Jeju Loveland heitir sá og það veltur á sýn hvers og eins á kynlíf hvort listaverk þess garðs flokkast sem erótísk eða klámfengin.

Vel yfir hundrað fallegir skúlptúrar skreyta Loveland garð í S.Kóreu en allar eiga þær það sameiginlegt að vera erótískar í meira lagi.

Vel yfir hundrað fallegir skúlptúrar skreyta Loveland garð í S.Kóreu en allar eiga þær það sameiginlegt að vera erótískar í meira lagi.

Garðurinn sá opnaði árið 2004 á eyjunni Jeju við suðurströnd Suður Kóreu og vakti töluverðar deilur og athygli á þeim tíma. Hann vekur ennþá athygli en minna fer fyrir deilunum. Garðurinn reyndar fyrir nokkru orðinn skyldustopp hjá nýgiftu fólk í landinu.

Blyðgunarsamir Íslendingar ættu alveg að sleppa ferð hingað enda er hér að finna hundruð skúlptúra af ýmsum stærðum og gerðum sem sýna kynlíf og samveru fólks. Það í sjálfu sér kannski ekki í frásögur færandi en hér er þó gengið skrefinu lengra.

Hér má til dæmis sjá skúlptúra af fólki í hinum ýmsu kynlífsstellingum og að framkvæma ýmislegt það sem koma roða í kinnar eldra fólks. Hér er 30 metra langur tittlingur úr mósaík og kvikmyndir og kynningar á öllu því er telst til kynlífs.

Heimasíða Jeju Loveland hér fyrir áhugasama.