Hvað í ósköpunum er íslenskur ferðavefur að auglýsa fjórhjól kannt þú að spyrja og spurningin réttmæt. Við ætluðum bara að minna þau ykkar sem verða í Bretlandi eða Bandaríkjunum á föstudaginn kemur, 28. nóvember, á að þá grípur eitt mesta verslunaræði hins vestræna heims um sig og ekki að ástæðulausu.

Black Friday hefst beggja vegna Atlantsála á föstudaginn kemur og sem fyrr hærri afslættir en gengur og gerist. Mynd Eboni Khan
Black Friday hefst beggja vegna Atlantsála á föstudaginn kemur og sem fyrr hærri afslættir en gengur og gerist. Mynd Eboni Khan

Sem sagt skammur tími til að auka heimildina á kortinu ellegar taka meira út úr bankanum ef ferð er fyrir dyrum. Næsta föstudag er nefninlega Svarti föstudagur, Black Friday, sem löngum hefur verið þekktur sem tilboðsdagur dauðans vestanhafs en nú hafa Bretar líka bæst í hópinn.

Það þarf sem sagt ekki lengur að fljúga alla leið til Bandaríkjanna til að berjast við þúsundir um afsláttarvörur í öllum helstu verslunum landsins. Það getur þú líka gert í Bretlandi og ef marka má nokkrar auglýsingar þaðan er ekki um neitt hálfkák að ræða hjá þeim. Við höfum rekist á auglýsingar frá stórverslunum um glæný fjórhjól á 50% afslætti. House of Fraser slær 40% af sirka helmingi sinna vara, Boots setur tilboð á fleiri vörur en nokkru sinni áður í sögu þess fyrirtækis og síðast en ekki síst ætlar British Airways að sparka út einum þúsund ferðatilboðum þann daginn.

Auðvitað þarf ekki í öllum tilfellum að vera á staðnum. Netverslun er stór hluti af Svarta föstudegi og auðvitað hægt að kaupa ferðir BA gegnum netið. Auk fjölmargra annarra tilboða ferðaskrifstofa og tengdra aðila.

Góður tími til að spara gott fólk.