Það er eins og það er með sjálfstæðismenn. Þeim fyrirmunað að koma fram af heilindum og hreinskilni. Gott dæmi um það er frosinn forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, sem skautaði framhjá slælegum spurningum í Kastljósi kvöldsins en kom þó upp um sig á endanum.

Stjóri Icelandair með fuml, japl og fuður sem endranær. Skjáskot

Kíkjum á það sem stjórinn hafði að segja við lummulegum spurningum sem ekkert var fylgt eftir:

Jóhanna Vigdís: Sérðu fram á það að þurfa að segja mörgum upp?

Bogi Nils: Uhhh, við, það er náttúrulega mikil árstíðasveifla í okkar rekstri og við tökum inn mikið af sumarfólki. Það verður mun minna um það í sumar eins og útlitið er núna.

Jóhanna Vigdís: En horfirðu fram á fjöldauppsagnir um næstu mánaðarmót?

Bogi Nils: Við erum, eins og ég sagði áðan, að vinna þessi aðgerðaplön okkar núna og munum klára það á allra næstu dögum. Það er allt undir. Við þurfum að horfa til þess að lækka kostnað vegna þess að tekjurnar eru að minnka og það er bara allt undir í því.

Jóhanna Vigdís: Og fækka þá sumarstarfsfólki sem annars væri að koma til ykkar núna á vordögum.

Bogi Nils: Já og eins og þú sagðir áðan, við erum að leita eftir því að þeir sem það geta minnki starfshlutfall og þess háttar. Við erum bara að skoða allar leiðir.

Jóhanna Vigdís: Þú ert að tala um að þetta séu sársaukafullar aðgerðir sem þið eruð að ráðast í og þið eruð að íhuga hvernig þið getið lækkað kostnað fyrirtækisins og þess vegna spyr maður auðvitað um uppsagnir af því að það mun óhjákvæmilega koma til þeirra.

Bogi Nils: Aha


Vitaskuld ófyrirséð staða hjá evrópsku flugfélagi að þurfa að gjörbreyta öllu sínu á fimm sekúndum sléttum vegna hundrað prósent fávita í hvítu húsi Bandaríkjanna. Ekki bara hjá Icelandair heldur eru öll evrópsk flugfélög í verulegu veseni vegna ferðabanns vina Guðlaugs Þórs vestanhafs.

En hvers vegna málalengingar, fupl og blaður þegar spurt er út í hugsanlegar uppsagnir? Ekki hvað síst þegar Jóhanna Vigdís virðist vita fyrir víst að uppsagnir séu á næsta leyti miðað við síðustu spurninguna.

Það bendir sterklega til þess að flugfélagið ætli sannarlega að segja upp fjölda fólks en stjórinn þori ekki að segja það berum orðum. Linkind punktur is og illa gert gagnvart starfsfólki flugfélagsins. Nú er það í limbói næstu vikurnar í stað þess að ganga til vinnu af ákefð og þrótti til að bæta stöðuna.

Út með manninn.