Það skársta hjá Úrval Útsýn til Kanarí í janúarlok með öllu. skjáskotFjögurra stjörnu pakki Heimsferða. SkjáskotTilboð bresku ferðaskrifstofunnar þessa stundina. Skjáskot

Þig dauðlangar til Kanarí strax eftir jólin og þú getur ekki hugsað þér annað en gott hótel og helst af öllu þar sem allt er innifalið. Það er bara svo skrambi þægilegt.

Engum ætti að leiðast mikið á Kanarí í janúarmánuði meðan vindar kæla mannskapinn heima á Fróni fram úr hófi.
Engum ætti að leiðast mikið á Kanarí í janúarmánuði meðan vindar kæla mannskapinn heima á Fróni fram úr hófi.

Þig rámar eitthvað til þess að ferðaskrifstofurnar hafi verið að auglýsa tilboð til Kanarí og þú ferð á stúfana. Þú skoðar vikuferð seint í janúar en þar er fátt eitt merkilegt að finna hjá Úrval Útsýn. Eitt þriggja stjörnu hótel í boði með mat og drykk í pakkanum en sjö dagar þar kosta líka par eða hjón 345.228 krónur. Reyndar finnst líka þriggja stjörnu íbúðahótel sem býður allt innifalið en verðið er samt 341.896 krónur.

Öllu meira er í boði á sama tíma hjá Heimsferðum. Þar virðist „allt innifali𐓠í boði á velflestum hótelum þeirra á Kanarí. Þér líst mætavel á fjögurra stjörnu hótel með slíkum pakka en verðið fyrir tvo er heldur hátt. Alls 467.800 krónur á parið. En þú þarft ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Það er uppselt. Það er reyndar uppselt í mjög margar ferða Heimsferða á þessum tíma.

En gott fólk deyr ekki ráðalaust. Það er jú aðrar leiðir sem koma til greina en eina vandamálið að það kallar á millilendingar. Með þeim hætti gætu áhugasamir eytt vikustund í janúarlok á fjögurra stjörnu hóteli undir sömu sól með öllu fyrir tæpar 180 þúsund krónur. ALLS.

Hvernig förum við að því?

Við bókum flug til London með Wow Air og heim aftur í janúar. Þó verð á fluginu hoppi töluvert upp og niður þann mánuðinn er ekki ýkja flókið að finna verð fram og aftur fyrir tvo á milli 50 og 60 þúsund krónum án farangurs. Ein taska með bætir tíu þúsund krónum ofan á það.

Þá hringjum við í bresku ferðaskrifstofuna Broadway Travel sem þessa stundina er með nokkur safarík tilboð til Kanarí frá Bretlandi. Þar á meðal gott fjögurra stjörnu hótel með mat og drykk og verðmiðinn rétt tæplega 59 þúsund krónur á mann. Samtals 120 þúsund fyrir vikuna. Vitaskuld er flugið til og frá Bretlandi innifalið í verðinu en enginn farangur.

Þannig eru þið farin að busla á sólarströndu Kanarí áhyggjulaus og sæl í janúar fyrir samtals 170 þúsund krónur eða 180 til 190 þúsund sé þörf á tösku með.

Það gerir sirka 160 þúsund króna sparnað á hjónakornin miðað við þriggja stjörnu pakka Úrval Útsýn. Er það ekki dálítið gott tímakaup fyrir millilendingu í London?

Tilboð Broadway hér.