Ríkisflugfélag Finnlands, Finnair, hefur sagt upp 450 starfsmönnum sínum og hyggst stokka algjörlega upp starfsemi sína eftir gríðarlegt tap á síðasta ári.

Koma þessar fréttir í kjölfar frétta af fyrsta hagnaði Finnair á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en þá höfðu liðið tvö ár frá því að flugfélagið sýndi hagnað síðast.

Þetta mun lítil sem engin áhrif hafa hérlendis enda flýgur félagið ekki hingað og er ekki í samstarfi við íslensku flugfélögin.