Talandi um að bæta ekki ráð sitt. Varla sólarhringur síðan við bentum farþegum Icelandair til Köben á að þeir ættu inni tæpar 50 þúsund krónur vegna feitra tafa á flugi. Og voilà! Rúmum sólarhring síðar eiga farþegar Icelandair til Köben AFTUR inni tæplega 50 þúsund kallinn vegna tafa og vesens.

Flottar vélar en flottheit fela ekki þriðja heims þjónustu

Er til illa reknara flugfélag en Icelandair???

Varla. Nema þá litið sé til innanlandsflugfélags Mósambík eða Indónesíu. Þá  er Icelandair að standa sig sæmilega. Jafnvel háttsettir spekingar í fjármálaheimum með fimmtíu skólagráður fleiri en ritstjórn Fararheill til samans, eru farnir að lýsa áhyggjum af hörmungar stundvísi þessa flugfélags sem gegnum tíðina hefur fengið milljónir króna af skattfé til að auglýsa sig og landið og er að auki stór biti hjá mörgum lífeyrissjóðum landsmanna. Sem eðlilega eiga erfitt með að ná endum saman með slík fyrirtæki í pakkanum.

Merkilegt nokk á Icelandair sér feita og pattaralega stuðningsmenn hérlendis og það bregst varla að í hvert sinn sem við bendum á hörmungarþjónustu flugfélagsins, fáum við haturspóst frá stuðningsmönnum flugfélagsins og erum kölluð nöfnum sem Pol Pot hefði aldrei látið sér detta í hug.

Það er eins og það er en breytir ekki því að ALLIR farþegar Icelandair til Köben í dag, 12. júní, eiga inni tæplega 50 þúsund krónur hjá flugfélaginu vegna tafa. Þetta má glöggt sjá á meðfylgjandi skjáskoti af vef Keflavíkurflugvallar:

En NÍU KLUKKUSTUNDA TAFIR á flugferð til Kaupmannahafnar er töluvert meira en góðu hófi gegnir. Kannski er þetta afleiðing af stefnu nýrrar stjórnar flugfélagsins sem vill sjá mun feitari arð en hingað til. Auðvelt að henda út feitum arði ef þjónusta er skorin við nögl á eins árs barni.

Alas, viðskiptavinir eiga vin í Samgöngustofu, og Evrópureglum, sem kveða skýrt á um að allar tafir á flugi umfram þrjár klukkustundir, séu bótaverðar. Í þessu tilfelli eiga allir farþegar Icelandair inni tæplega 50 þúsund krónur. Það þarf aðeins að sækja þær með fulltingi Samgöngustofu 🙂