Shanghæ og Peking í Kína, Kobe, Kyoto, Shimizu og Tókýó í Japan plús átta daga sigling með einu flottasta skemmtiferðaskipi heims í káetu með svölum og allt áfengi frítt um borð. Hljómar spennandi fyrir alla Íslendinga nema kannski Þórarinn Tyrfingsson og tvo, þrjá aðra.

Kobe Bryant er því miður hættur en við höfum alltaf Kobe Japan 🙂

Jamm og við gleymum að nefna að innifalið í þessu verði eru skoðunarferðir um dásemdir á borð við Kínamúrinn og Torg hins himneska friðar fyrir utan að gist er á fjögurra stjörnu hótelum þegar dvalið er í landi.

Fyrir allt þetta plús flug frá Íslandi til London og flug frá London til Kína og sömu leið til baka þarf par aðeins að greiða um 700 þúsund krónur samtals eða um 350 þúsund krónur á mann.

Það köllum við fantagóðan díl 🙂

Meira um þetta hér. Hafa skal hugfast að flug til London og heim að ferð lokinni er ekki innifalið en algengt verð per mann með tösku fram og aftur til London héðan er 25 til 30 þúsund krónur og þá upphæð erum við að taka með í reikninginn.

Drífa sig. Lífið er ekkert að lengjast 😉