Ábyggilega eru nokkrir þarna úti sem muna vel eftir góðum tímum á grísku eyjunni Ródos í denn. Sá ágæti áfangastaður þó ekki átt mikið upp á pallborðið hérlendis undanfarin ár. En ef þú vilt rifja upp góðar stundir á þeim stað er nú hægt að græja sérdeilis fínan pakka.

Það er enn jafn indælt að dvelja á Rhodes og þig minnir :)
Það er enn jafn indælt að dvelja á Rhodes og þig minnir 🙂

Það gildir þó aðeins ef þú hefur þolinmæði fram til hausts. Til október nánar tiltekið. Og ekki fara neitt að ímynda þér að það sé snjór, hláka og skítakuldi á þeim stað í októbermánuði. Meðalhitinn „aðeins“ 20 gráður.

Þá er hægt að negla fínasta fimm stjörnu, tíu daga túr til Ródos beint frá Gatwick í London niður í sléttar eitt hundrað þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Það hægt gegnum ferðamiðilinn Secret Escapes sem býður ferðir til Ródos bæði í vor og haust en bíða verður fram til október til að komast á áfangastað fyrir hundrað kallinn.

Í ofanálag við þetta þarf auðvitað að skottast til Gatwick og heim aftur að ferð lokinni. Þar sem fyrirvarinn er langur og fínn er lítið mál að bóka flug fram og aftur á mann niður undir 30 þúsund krónur og það jafnvel með tösku.

Með því móti er tíu daga fimm stjörnu dvöl með öllu inniföldu á einni af betri eyjum Grikklands þín fyrir 260 þúsund á parið eða svo. Ekki mjög hræðilegt tilboð eða hvað?

Meira hér.