Fjórtán þúsund krónur. Þú kemst varla inn með fót í bændagistingu á Þórshöfn hérlendis fyrir þann pening. En á besta stað á Tenerife, Playa Americas, færðu toppherbergi á fimm stjörnu hóteli með morgunverði ef þú leitar á fimmföldum heimsmeistara í hótelbókunum 🙂

Alvöru stöff. Fimm stjörnu pakkinn á Tenerife fyrir lítið. Og þú átt það skilið 🙂

Víst má gista á lægra verði en fjórtán þúsund krónur per nótt á allra vinsælasta svæðinu á eynni Tenerife sem tilheyrir Kanaríeyjum. Á vef okkar finnst gisting með góðum fyrirvara á sæmilegu þriggja stjörnu hóteli niður í þrjú þúsund og sex hundruð krónur með morgunverði þegar þetta er skrifað.

En Halló Akureyri!!! Við erum ekkert á Tenerife til að nískast og telja klink í allt og alla. Við erum hér til að njóta lífsins og sleppa viku eða tvær frá klinktalningum heima á Fróni.

Og haldi einhver að fjórtán þúsund krónur per nótt á fimm stjörnu hóteli einhvers staðar í heiminum sé bara normalt verð þá ætti hinn sami að láta skoða hausinn og afturendann með…