Þó erlendis megi oft finna dúndurgóð ferðatilboð hingað og þangað um heiminn er það ekki alveg daglegt brauð að rekast á safaríkar ferðir sem standa fólki til boða með allt að 200 þúsund króna afslætti.

Halcyon ströndin í St.Lucia er ein þeirra sem þú getur notið á næsta ári á verulegum afslætti í dúndrandi lúxus. Mynd Orbital Joe
Halcyon ströndin í St.Lucia er ein þeirra sem þú getur notið á næsta ári á verulegum afslætti í dúndrandi lúxus. Mynd Orbital Joe

Það er hins vegar í boði nú og á mörgum af stórkostlegum eyjum Karíbahafsins. Þar er hótelkeðjan Sandals að blása til herferðar og auglýsir nú allt að 40% afslátt á viku- og tveggja vikna dvöl á stjörnuhótelum sínum á Jamaíka, Bahamas, Barbados, Grenada, St.Lucia og Anguilla. Í sumum tilfellum er flug til og frá London með í pakkanum en slíkt er óvenjulegt.

Endilega að skoða þessi fimm stjörnu tilboð Sandals sem hefur nokkur ár í röð fengið verðlaun sem sú hótelkeðja sem býður bestu „allt innifalið“ ferðir.

Hafið í huga að til að njóta þessa drjúga afsláttar þarf að bóka eigi síðan en á þriðjudaginn kemur.

Nánar hér.