Skip to main content

Það eru æði margir „gamaldags“ áfangastaðir að detta inn í tískuna á nýjan leik eins og lesendur okkar hafa orðið varir. Einn þeirra er Mallorca sem um tíma hefur verið utan þjónustusvæðis innlendra ferðaskrifstofa en kemur aftur inn í sumar.

Fimmtíu þúsund króna sparnaður til Mallorca.

Fimmtíu þúsund króna sparnaður til Mallorca.

Það hið ágætasta mál. Heimamenn á eynni hafa undanfarin ár reynt sitt ítrasta til að þurrka burt fjöldatúrismastimpilinn sem loðað hefur við eynna í áratugi og þykir orðið mjög neikvætt hjá mörgum ferðalöngum nútímans.

Ferðaskrifstofan Broadway í Bretlandi er nú að skjóta út fyrstu tilboðum sínum fyrir næsta ár og þar á meðal Mallorca í fimm stjörnu lúxus í Alcudia niður í 58 þúsund krónur íslenskar á mann miðað við tvo saman í páskamánuðinum. Reyndar aðeins um fimm daga pakka að ræða sem vissulega er í það minnsta.

Sé bókað flug með easyJet eða Wow Air héðan til Bretlands og heim aftur að ferð lokinni, sem finnst í apríl niður í 26 þúsund krónur fram og aftur, og tvinnað það saman við tilboð Broadway getur par eða hjón dúllast undir sólinni í apríl fyrir samtals 168 þúsund krónur. Sem er um 50 þúsund krónum lægra verð en allra ódýrasta ferð Úrval Útsýn til sama staðar tveimur mánuðum síðar í maí. Eflaust hægt að finna not fyrir 50 þúsund kallinn í verslunum í London í staðinn og fata sig upp fyrir sumarið heima.

Meira hér.