Svo þig vantar smá sæluhroll nú þegar Kári næðir um hvert bein á Íslandinu. Hvernig hljóma þá tvær vikur á fimm stjörnu hóteli með sjávarsýn, hálfu fæði og einkasundlaug á hinni grísku Krít í apríl þegar meðalhitastig þar er um 17 gráður?

Sautján gráður og lúxus alla leið á Krít fyrir lítið.
Sautján gráður og lúxus alla leið á Krít fyrir lítið.

Hljómar vel ekki satt? Hljómar kannski enn betur vitandi að túrinn atarna kostar 196 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman miðað við gengi dagsins.

Hér er um tímabundið tilboð á vef Secret Escapes að ræða en sá túr miðast við að flogið sé frá Bretlandseyjum á nokkrum dagsetningum seinnihluta aprílmánaðar. Flottur pakki og rúmar 200 þúsund ekki mikið fyrir lúxusinn sem fylgir. Við þurfum reyndar að verða okkur úti um flug til Bretlands og heim aftur en það lítið vandamál og þegar þetta er skrifað finnst flug fram og aftur niður í 20 þúsund krónur án farangurs.

Samanlagt getur par því komist í þessa ferð fyrir kringum 440 þúsund krónur alls og jafnvel eytt stund í einhverri borg Bretlands svona í og með.