Ef þú finnur ekkert fýsilegt þessa dagana hjá innlendum ferðaskrifstofum en þráir útför hið fyrsta gæti verið ráð að vinda sér á vef breska ferðaskrifstofurisans Thomson. Þar er töluverður fjöldi ferða á útsölu þessa stundina.

Fjöldi ferða til Grikklands í boði á ferðaútsölu Thomson. Mynd Petros Asymomitis
Fjöldi ferða til Grikklands í boði á ferðaútsölu Thomson. Mynd Petros Asymomitis

Sú ferðaskrifstofa bæði stór og virt og vel hægt að grípa gæsir hennar með því að bæta við flugi héðan og heim aftur. Það hefur aldrei verið auðveldara að komast út í plús með þeim hætti því samkeppni milli Bretlands og Íslands hefur sjaldan verið meiri eða grimmari. Næstum má slá föstu að komist er til Bretlands allt þetta ár kringum 30 þúsund krónur fram og aftur og jafnvel vel niður fyrir það á köflum.

Létt skaut yfir það sem í boði er leiðir meðal annars í ljós að hægt er að dvelja á Lanzarote þetta sumarið niður í 50 þúsund á haus. Vikuferðir til Mykonos eða Zakynthos á Grikkland niður í 60 þúsund nú eða eyða sjö dögum með öllu í Cancún niður í 190 þúsund krónur.

Spennandi. Meira hér.