Aldeilis makalaust. Fyrirtæki kalla sig ferðaþjónustuaðila en blokkera eins og hægt er ummæli viðskiptavina á samfélagsmiðlum. Það engin tilviljun.

Ekki búast við toppþjónustu frá innlendum ferðaþjónustuaðilum.

Sem kunnugt fáum við hér oft skömm í hattinn á samfélagsmiðlum fyrir neikvæðni og leiðindi almennt þegar við bendum á hitt og þetta sem mjög fer miður hjá hinum ýmsu ferðaþjónustuaðilum. Það hreint ekki leiðinlegt. Við VILJUM heyra frá fólki hvort sem efni okkar fer illa niður eða vel og ekki síst ef vera skyldi að eitthvað sé beinlínis rangt, megi til betri vegar færa eða beinlínis ábendingar um efni.

Hið sama gildir ekki um flest þau innlendu fyrirtæki sem kalla sig ferðaÞJÓNUSTUaðila. Nett úttekt okkar leiðir í ljós að engar af stóru ferðaskrifstofunum og hvorugt íslensku flugfélaganna hafa opið fyrir ummæli viðskiptavina á langvinsælasta samfélagsmiðli Íslendinga: fésbók.

Við höfum tæpt á þessu áður og gerum aftur. Það er aðeins EIN ÁSTÆÐA fyrir því að fyrirtæki loka á ummæli á samfélagsmiðlum. Ástæðan sú að neikvæð ummæli drekkja þeim jákvæðu. Ef það væri öfugt, með öðrum orðum ef fyrirtæki væri að standa sig sérstaklega vel og fengi toppeinkunnir, væri fyrirtækið varla að fela þá staðreynd enda hin allra besta auglýsing.

Þvílíkt lélegt. Í stað þess að fá kúk og kanil og læra og af og bæta þjónustuna er bara lok, lok og læs. Sem segir allt um hvað innlendum ferðaþjónustuaðilum er slétt sama um viðskiptavini. Sem segir þér, lesandi góður, að öll fyrirtæki sem blokka umsagnir á samfélagsmiðlum hafa eitthvað að fela…