Sé tenging á milli þess sem fólk í heiminum deilir allra helst á fésbókinni og því sem mest hefur áhrif á sama fólk er ljóst að ekkert í þessari veröld er jafn mikilvægt og ferðalög.

Hættu að safna drasli og drífðu þig út 🙂

Það að minnsta kosti eru niðurstöður talnasérfræðinga Facebook sem hafa útbúið lista yfir lífsins helstu andartök byggt á því sem fólk deilir allra helst og oftast með vinum, ættingjum og jafnvel ókunnugum á síðum sínum á þeim vef.

Facebook kallar þetta Sharing Life´s Biggest Moments á frummálinu og þar ráða ferðalög alfarið ríkjum og SÖKKVA andartökum eins og giftingu, flutningum eða barneignum auðveldlega.

Þannig eru myndir og sögur af ferðum og ferðalögum 42 prósent þess sem fólk setur á tímalínu sína á fésbókinni. Það eru öllu fleiri en þau átján prósent sem kjósa að deila flutningum eða þau tíu prósent segja frá nýjum ástvin eða sambandi svo ekki sé minnst á þau níu prósent sem segja frá giftingu sinni á fésbókinni.

Þá virðast frásagnir af ferðalögum færast í aukana eftir því sem fólk eldist ef marka má niðurstöður fésbókarmanna. Strax frá þrítugsaldrinum og upp eftir aldri eru ferðalög yfir 40 prósent alls efnis sem fólk póstar á vef sinn.

Þetta í ofanálag við að rannsóknir sýna að ferðalög á framandi slóðir eru bullandi jákvæð fyrir heilsuna ættu að segja vitibornu fólki að geyma kaup á Ittala, Lazyboy eða marmara frá Ítalíu á eldhúsgólfið og eyða öllum aukaseðlum í ferðir, ferðir, ferðir og ferðir. Í þessari röð. Því ítalskur marmari á gólfinu eða Ittala vasi í stofunni hafa engin jákvæð áhrif á heilsu þína 🙂

Út með þig!

Leave a Reply