Skandinavíska flugfélagið SAS fór óhefðbundna en skemmtilega leið til að velja einn áfangastað sinn næsta sumarið. Vinir flugfélagsins á Facebook völdu staðinn.

Er varla hægt að hugsa sér betri hugmynd en leita í smiðju ferðafúsra og spyrja beint út hvert fólki vilji fara og það gerði SAS.

Er kosningunni fyrir næsta ár lokið og varð tyrkneski áfangastaðurinn Alanya fyrir valinu sem var alveg frjálst og setti flugfélagið enga kvaðir eða takmörk á hugsanlegum stöðum. Aðeins var spurt hvaða áfangastað flestir vildu sækja heim næsta sumar og væri ekki þegar í boði af hálfu SAS.

Og nú geta áhugasamir pantað far með SAS til Alanya næsta sumar. Hyggst SAS endurtaka leikinn á næsta ári. Aðrir staðir sem vinsælda nutu voru:

  • Alanya, Tyrkland
  • Aþena, Grikkland
  • Cagliari, Ítalíu
  • Chania, Grikkland
  • Lissabon, Portúgal
  • Malta, Malta
  • Marseille, Frakkland
  • Palermo, Ítalíu
  • Valencía, Spáni
  • Veróna, Italíu