Forstjóri Ísavía þarf aldeilis að fara að girða upp um sig buxur og nærbuxur og leggja sinn feita haus í bleyti. Nánast allan daginn þann 12. nóvember seinkaði flugi með velflestum flugfélögum um 10 til 80 mínútur og enginn er nokkru nær um hvers vegna.

Forstjóri Ísavía. Sá ekkert að gefa almúganum of miklar upplýsingar…Mynd Isavía

Algjörlega óboðlegt árið 2017 að farþegar eða þeir sem biðu farþega í Leifsstöð sunnudaginn 12. nóvember fái ekki upplýsingar um hvers vegna flug Icelandair F511 lenti 25 mínútum á eftir áætlun. Flug Icelandair F501 frá Amsterdam lenti rétt tæplega klukkustund á eftir áætlun, flug Wizz Air frá Wroclaw lenti 79 mínútum á eftir áætlun eða Wow Air flug WW761 frá Frankfurt lenti 50 mínútum á eftir áætlun?

Sorrí Stína en þetta er alvarlega óboðlegt. Eru flugfélögin að blöffa Ísavía með fölskum tölum um brottfarar- eða lendingartíma? Er Ísavía að henda út spennandi lendingartölum að gamni sínu? Var veður á leiðinni þennan dag frá Evrópu svo hrikalegt að taka þurfti krók á flugið? Eða voru öll fyrrnefnd flugfélög bara alvarlega seint á ferðinni?

Fokkin lágmark fyrir almenningsfyrirtækið Ísavía að opinbera hvers vegna 80% allra flugvéla sem lentu í Keflavík þann 12. nóvember 2017 voru LANGT á eftir áætlun. Burtséð frá sjálfum farþegum um borð þá er það algjör lágmarksþjónusta fyrir þá sem komu langt að til að sækja farþega að vita fyrirfram hvers vegna vél x og vél y lentu klukkustund á eftir áætlun. Allt annað er helber dónaskapur við fólk.

En það er jú ekki eins og Ísavía sé ekki sama. Það batterí er að hugsa um flugfélögin og fyrirtækin í Leifsstöð en ekki farþega og almenning. Þjónusta er þar eitthvað ofan á brauð.

Ekki ein vél á uppgefnum tíma og enginn fær upplýsingar um hvers vegna…