Manhattaneyja í New York fer seint í bækur fyrir sérstaka fegurð nema hjá þeim sem finnast skýjakljúfar og viðskiptahverfi það allra mest heillandi í borgum heimsins. Það er þó á Manhattan sem allra fallegasta augnablik í borginni á sér stað.

Manhattanhenge á sér stað í Manhattan í New York tvívegis á ári hverju og er sjón að sjá
Manhattanhenge á sér stað í Manhattan í New York tvívegis á ári hverju og er sjón að sjá

Reyndar gerist það tvívegis á hverju ári við sumar- og vetrarsólstöður ár hvert. Manhattan hverfið, nánar tiltekið þær götur hverfisins sem vísa í austur og vestur, á nefninlega sitt eigið Stonehenge andartak þegar sólin við sólarupprás við vetrarsólstöður og við sólsetur við sumarsólstöður sést rísa og falla í hárnákvæmri línu við götur hverfisins.

Hreint ekki amaleg sjón eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en viðburðurinn á sér stað gróflega 12. eða 13. júlí á sumrin og aftur kringum 8. janúar.

Fræðingar kalla viðburðinn Manhattanhenge í virðingarskyni við steinvirkið fræga í Bretlandi þar sem sambærilegur atburður á sér stað á sama tíma.

Leave a Reply