Góðar fréttir fyrir Íslendinga sem áttu bókað flug með Icelandair til Köben eftir hádegi þennan daginn. Þeir eru tæplega 50 þúsund krónum ríkari.

Gott stuð hjá forsvarsmönnum Icelandair. Farþegar mega þó bara bíða. Skjáskot

Voll í gangi hjá Icelandair og töluvert um alvarlegar seinkanir hjá flugfélaginu. Meðal annars til Kaupmannahafnar. Á vef flugfélagsins má lesa tilkynningu um umræddar seinkanir en ekki stakt orð um réttindi farþega við þær aðstæður. Ekki í fyrsta skipti sem Icelandair lætur hjá líða að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir eiga að fá í staðinn fyrir margra klukkustunda seinkun

Fararheill til bjargar. Við fullyrðum að allir farþegar Icelandair til Köben eftir hádegi í dag, með flugi sem fór svo ekki af stað fyrr en klukkan 17:22 samkvæmt töflu Keflavíkuflugvallar eiga nú inni tæplega 50 þúsund krónur hjá flugfélaginu.

Viðkomandi aðilar hafa líklega EKKI fengið að vita þetta hjá flugfélaginu sjálfu, enda Icelandair lítt þekkt fyrir góða þjónustu og að koma fram af heilindum. Það líka ástæða þess að hafa þarf fyrir þessum tæplega 50 þúsund kalli og senda Samgöngustofu kvörtun vegna málsins. Það gæti tekið einhverja mánuði en ef ekki hefur ofsaveður eða flóð stoppað flugumferð í Keflavík eftir hádegi þann 9. júní getur flugfélagið ekki annað en borgað á endanum 🙂