Rúmar fjörutíu þúsund krónur fram og aftur til Evrópu! Það er meðalfargjald hins nýja lággjaldaflugfélags Play á flugleiðum þess til Evrópu þegar og ef flugfélagið tekur formlega til starfa ef marka má fjárfestakynningu forsvarsmanna. Það er fjarri því nógu gott.

Play verður að gera betur en 40 þúsund plús…

Töluverð spenna meðal landans á hinu nýkynnta flugfélagi. Yfir tvö þúsund manns sótt um starf hjá Play að sögn forsvarsmanna og ef allt gengur að óskum gæti fyrsta rellan skreytt nafni Play farið í flug öðru hvoru megin við næstu áramót.

Sófar sógúdd.

En við höfum efasemdir um gott gengi Play. Þó ekki sé nema vegna þess að rúmlega 40 þúsund krónur fyrir flug fram og aftur til Evrópu á frekar lítið skylt við lág fargjöld.

Víst liggur ekki hundrað prósent fyrir hvort innrituð taska eða sæti er innifalið í 40 – 45 þúsund króna meðalfargjaldinu. Ef innritaður farangur er meðferðis skánar staðan en á enn ekkert skylt við lág fargjöld eins og við erum orðin vön.

En, og það er stórt EN, ef svo er ekki verða fargjöld Play barasta nokkuð á pari við fargjöld Icelandair. Sem, nota bene, kallar sig ekki lággjaldaflugfélag.

Til að setja hlutina í samhengi þá fljúga hingað reglulega nokkur lággjaldaflugfélög nú þegar. Wizz Air, Vueling, Transavia, Norwegian og easyJet þeirra þekktust. Skoðum oggupons hvað flug til London og heim aftur kostar per haus í janúarmánuði þegar Play hyggst hefja starfsemi.

Til London og heim aftur með Wizz Air með handfarangur í janúar: Alls 14.460 krónur.
Báðar leiðir án farangurs með easyJet: Alls 17.620 krónur á mann.
Lægsta verð með Icelandair til London og heim aftur í janúar: Alls 23.105 krónur.