Réttu upp hönd ef einhver þessara staða heillar: Flórens, Napolí, Róm, Palermo, Taormina, Pompei, Lucca, Catania, Segeste, Vatíkanið.

Ein þeirra borga sem heilla að sem heimsækja upp úr skónum. Flórens er klassísk í öllu tilliti.
Ein þeirra borga sem heilla að sem heimsækja upp úr skónum. Flórens er klassísk í öllu tilliti.

Einhver byrjaður að slefa? Ekki ólíklegt enda flestir ofangreindir staðir á listum yfir staði sem fólk verður að heimsækja áður en maðurinn með ljáinn mætir og heimtar sitt.

Jákvæðu fréttirnar þær að alla þessa staði og nokkra til geturðu heimsótt í einni og sömu ferðinni með haustinu. Neikvæðu fréttirnar þó að til þess verður þú að vera hrifin(n) af Dönum.

Danska ferðaskrifstofan Risskov er að selja þennan pakka á vef sínum en þar um fimmtán daga túr um þvera og endilanga Ítalíu að ræða plús túra til Sikileyjar í ofanálag. Ferðin hefst í september.

Ekki eingöngu eru ljúfir staðir og fallegir heimsóttir heldur og góð gisting, morgunmatur og kvöldmatur, innifalinn. Svona ferð þar sem þú stígur upp í rútuna og hefur svo aðeins áhyggjur af því að njóta. Dönsk fararstjórn svo að það hjálpar að kunna staf í því fyrrum móðurmáli. Ef ekki er það lítið vandamál. Danir kunna ensku ekki síður en við hér svona heilt yfir.

Pakkinn kostar miðað við gengi dagsins 340 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman og er æði gott verð miðað við hversu víða er farið. Sjálfsagt að skoða þetta fyrir aðdáendur Ítalíu sem eru fjölmargir hérlendis. Ekki ónýtt heldur að flogið er frá Billund og þangað er beint flug frá Íslandi. Gæti vart verið einfaldara en auðvitað þarf að bæta við fargjaldinu til og frá Billund við ofangreint verð.

Meira hér.