S itges, Alicante, Fuengirola. Þessir þrír staðir eiga það sameiginlegt að hafa verið meðal helstu dvalarstaða Spánverja sjálfra áður en umferð erlends ferðafólks varð svo yfirþyrmandi að margir þeirra flúðu annað.

Strönd Tamariu. Afskekkt mjög en eimitt það heillar marga.

Strönd Tamariu. Afskekkt mjög en eimitt það heillar marga.

Eðlilega kannski enda nóg mannþröng á ströndum sem Spánverjar sjálfir flykkjast á svo ekki bætist við tugþúsundir erlendra gesta. Þess vegna finnast fáir Spánverjar á þessum ákveðnu stöðum þessi dægrin; þeir hafa fundið sér aðra staði; betri, rólegri og oft fallegri.

Þar sem Fararheill.is hefur skyldum að gegna gagnvart Íslendingum en ekki Spánverjum listum við hér fyrir neðan nokkrar af þeim ströndum og strandbæjum sem heimamenn hafa stundað í vaxandi mæli síðustu árin fyrst og fremst vegna þess að þar fá þeir aðeins frið frá fjöldatúrisma.

Es Trenc er líklega sú strönd Spánar sem enn lítur út fyrir að þar hafi aldrei maður stigið niður fæti.

Tamaríu, Costa Brava. Tamaríuströnd er við lítinn og tiltölulega falinn flóa þar sem fiskimenn vinna enn sína vinnu á ströndinni. Ein af örfáum ströndum Katalóníu sem ekki er búið að skipuleggja hundrað prósent í þaula og sú staðreynd dregur fleiri og fleiri til staðarins. Sem eðlilega þýðir að fyrr en síðar breytist Tamariu í sams konar strönd og annars staðar og missir sinn sjarma. En nú allavega er þar tiltölulegur friður og ró og engir enskir barir eða hávær tónlist.

Es Trenc, Mallorca. Fullyrt er að Es Trenc sé ein einasta óskipulagða ströndin á allri Mallorca eyju sem helgast af því að ströndin er hluti af stærra svæði sem er verndað. Er hún bæði falleg og kyrrlát að mestu þó þangað sæki töluverður fjöldi sjóbrettamanna enda öldurnar við suðurströnd eyjunnar með þeim betri. Aðeins eitt kaffihús á öllu svæðinu enn sem komið er.

Playa de Mazagon, Costa de la Luz. Þessi strönd hefur notið þess að vera við hlið Donana þjóðgarðsins og fengið að vera að mestu í friði. Einn hluti hennar er reyndar afmarkaður sem nektarströnd en stór hluti hennar stendur auður og þangað sækja Spánverjar meira og meira.


View Faldar strandperlur Spánar in a larger map