Skip to main content

Meðan Wow Air var, hét og hélt uppi reglulegu áætlunarflugi til hins vinsæla áfangastaðar Alicante var hending að lægstu fargjöld fram og aftur færu yfir 40 þúsund krónur og oft töluvert lægra en það. Nú er fólk heppið að sleppa sömu leið kringum 60 þúsund krónur að sumarlagi.

Alltaf ljúft að dvelja undir sólinni í Alicante. En það orðið töluvert dýrara en var.

Eftir fall Wow Air var í raun aðeins eitt flugfélag að bjóða landanum beint flug til Alicante. Það Norwegian sem staðið hefur sig vel á þessari leið og oft boðið stórkostlega lág fargjöld.

Nú eru þeir norsku hins vegar búnir að hækka fargjöldin allverulega enda samkeppnin nánast engin orðin á þessari flugleið sem er líklega sú vinsælasta frá Íslandi. Létt yfirlit yfir ferðir í júní, júlí, ágúst og fram í september leiðir í ljós að fólk má teljast heppið að komast fram og aftur með tösku undir 60 þúsund krónum á haus.

Reyndar er ítalska flugfélagið Neos að fljúga þessa leið í beinu flugi og þar má finna allfín fargjöld á köflum. Gallinn hins vegar sá að Neos er fyrst og fremst að fljúga leiguflug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur þó þeir selji stöku sæti í almennri sölu.

Fastlega má búast við að hærri fargjöld almennt til og frá Alicante séu komin til að vera nema til komi meiri samkeppni en nú er raunin.