Sumarbæklingur Gaman ferða hefur litið dagsins ljós en þar gefur að líta úrval ferða sem sú ferðaskrifstofa býður fram eftir ári.

Gaman ferðir hafa gefð út ferðabækling sinn fyrir sumarið og þar af ýmsu að taka. Skjáskot
Gaman ferðir hafa gefð út ferðabækling sinn fyrir sumarið og þar af ýmsu að taka. Skjáskot

Áherslur Gaman ferða eru á Tenerife, Costa Brava og Costa Blanca á Spáni í sumarferðunum og kennir þar margra grasa. Óvenju mikið úrval hótela í boði á Tenerife og Costa Brava miðað við það sem aðrir aðilar láta yfirleitt nægja eða átján talsins á báðum áfangastöðum.

Nánast undantekningarlaust er um betri þriggja til fjögurra stjörnu vel staðsett hótel að ræða. Ef eitthvað er kannski hægt að setja út á lítið úrval tveggja stjörnu hótela. Aðeins eitt slíkt er í boði til ofangreindra sólarstaða. Þó flestir vilji gera vel við sig varðandi hótel þá er líka töluverður hópur fólks sem vill fremur gista ódýrt og eyða peningum í verslun eða ævintýri. Á móti kemur þó að verðmunur á tveggja, þriggja og fjögurra stjörnu gistingu er á stundum æði lítill.

Bæklinginn má skoða á vef Gaman ferða hér. Sjálfsagt að gera verðsamanburð við hótelbókunarvél Fararheill hér að neðan.