Mestur fjöldi nektarstranda í heiminum er í Evrópu og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Frakkar þar fremstir meðal jafningja en alls munu vera í heiminum 270 strendur þar sem fatnaður er annaðhvort aukaatriði eða bannaður með öllu.

Nektarstrendur heimsins á einu korti
Nektarstrendur heimsins á einu korti

Þetta kemur fram þegar skoðaður er listi Wikipedia þar sem haldið er utan um alls kyns tölfræði um vinsælar baðstrendur heimsins.

Bandaríkjamenn eiga næstflestar nektarstrendurnar og nokkur fjöldi slíkra er í Ástralíu. Metið gagnvart höfðatölu að frátöldum Dönum eiga þó ábyggilega Ný-Sjálendingar en þar eru ellefu slíkar strendur.

Innan Evrópu eru þrjú lönd sérstaklega þar sem nekt er nánast hinn eðlilegasti hlutur á ströndum. Vart þarf að koma á óvart að Danir eru þar fremstir í flokki ásamt Spáni, Hollandi og Frakklandi. Finnast þannig 33 nektarstrendur á Spáni, 35 slíkar í Frakklandi og Danmörk státar af 14 slíkum í sínu litla landi.

Til samanburðar er aðeins að finna fimm nektarstrendur í allri Suður Ameríku og engin einasta í Mið-Ameríku. Né heldur er neina nektarströnd að finna í stórum hluta Asíu.

Hvort draga má þann lærdóm að Evrópubúum þyki holdið betra en öðrum skal ósagt látið en munurinn er nokkuð sláandi.

föt
Fjöldi stranda í heiminum þar sem nekt er leyfð og sjálfsögð. Evrópubúar eiga þar vinninginn þó aðrir sæki reyndar hratt á.