Skip to main content
Pistlar

Er Vísir.is að selja fréttir?

  11/10/2012No Comments

Hvað rekur forsvarsmenn annars stærsta netfjölmiðils landsins, Vísis, til að birta ítrekað greinar þess efnis að Danir hafi kosið Iceland Express þriðja besta lágfargjaldaflugfélag þar í landi?

Fyrsta frétt Vísis um bronsverðlaun Iceland Express…

Þær eru afar fáar fréttirnar sem teljast það mikilvægar fyrir íslenska þjóð að þær verður að endurtaka tvívegis og það óbreyttar að innihaldi í þokkabót. Það gerðist þó í gær.

Klukkan 14:43 birtist á vef þeirra greinin „Iceland Express þriðja besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku“ og þar vitnað í grein á vefmiðlinum Túristi.

Klukkan 00:01 laust eftir miðnætti birtist svo „Þriðja besta lággjaldafélagið“ sem aftur var orðrétt upp úr vefmiðlinum Túristi.

Fyrir utan þær athugasemdir sem ritstjórn Fararheill hefur gert við grein Túrista hljóta að vera merkilegri mál í íslensku samfélagi til að endurtaka ef af svo litlu er að taka á ritstjórn Vísis.

… og frétt númer tvö af sama máli

Til dæmis fregn Fararheill á sama tíma þess efnis að Iceland Express hafi svo lítið borið á hækkað bókunargjöld sín um helming. Það kemur beint við pyngju ferðafólks hérlendis meðan óljóst er hvað verðlaun fyrirtækisins í Danmörku nýtast íslenskum lesendum Vísis.

En eigandi 365 miðla og eigandi Iceland Express voru, og kannski eru enn, bæði mátar og miklir viðskiptafélagar

Svo kannski hangir eitthvað annað á spýtunni…