Skip to main content

Einhver allra lélegasta ferðaskrifstofa á Íslandi er GB ferðir. Ekki aðeins eru allir túrar þeirra fáránlega dýrir heldur og er ástríðan svo gríðarleg hjá ferðaskrifstofunni að þeir ráða ekki við einfalda stafsetningu í auglýsingum.

Le National golfvöllurinn í Frans er fyrirtak í alla staði. En óþarfi að okra út í eitt á ferðum þangað.

Fengum skeyti í pósthólfið okkar þennan daginn. Þar tilkynnir ferðaskrifstofan GB- ferðir að þeim hafi nú tekist að fá betra verð á golfferðum á Le National í Frakklandi. Sá völlur móðins nú því þar fór fram Ryder-bikarkeppnin í golfi milli Evrópu og Bandaríkjanna síðasta haust.

Gott og blessað að bjóða upp á þann möguleika því íslenskir kylfingar eru fjölmennir og margir þeirra eiga fleiri seðla en þeir vita hvað á að gera við. En það er ekki þar með sagt að okra þurfi á hverjum einasta túr.

Þetta „betra verð” sem ferðaskrifstofan auglýsir merkir þriggja nátta ferðir á ágætu hóteli, flug til Parísar og heim aftur og þrír golfhringir en þó aðeins einn á aðalvelli Le National. Hinir tveir hringirnir á öllu daprari systurvelli sem fær engin verðlaun. Morgunverður innifalinn og þá er öll sagan sögð. Lágmarkskostnaður per mann miðað við tvo saman hjá GB-ferðum 129.000 krónur eða 278 þúsund samtals.

En viti menn, í smáa letri á vef GB-ferða kemur fram að flutningur á golfsetti er EKKI INNIFALINN í golfferðinni. Að taka settið með bætir tæplega átta þúsund krónum ofan á pakkann per haus og raunverð er því 136 þúsund krónur á kjaft miðað við tvo saman. Ofan á það þarf auðvitað að leigja bíl til að komast frá París að vellinum og þar einhver 30 þúsund kall að lágmarki í ofanálag.

Með öðrum orðum þá er þetta fína tilboð GB-ferða ekki svo mjög fínt tilboð. Sérstaklega ekki ef fólk gerir verðsamanburð við erlenda aðila. Til dæmis má gista tvær nætur og spila tvo hringi á báðum völlum Le National gegnum YourGolfTravel fyrir heilar 44 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman í sumar og haust eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti. Ofan á það vantar auðvitað flugfarið og flutning á golfsetti með og á vef Icelandair finnast fargjöld allt niður í 37 þúsund krónur plús þetta átta þúsund kall fyrir golfsettið. Alls kostnaður við flug þegar þetta er skrifað 45 þúsund krónur á haus.

Ergo: Tvær nætur plús tveir hringir á tæpar 90 þúsund krónur gegnum erlendan aðila versus því að greiða 278 þúsund krónur fyrir þrjár nætur og þrjá hringi hjá GB-ferðum. Munurinn ekki nema 212 PRÓSENT!!!