Skip to main content

Lesendur okkar vita sem er að við erum lítt hrifin af hinum geysivinsæla vef Booking. Ástæðan sú að sá er yfirleitt ekki að bjóða lægsta verðið og sú staðreynd að móðurfélagið geymir sitt í skattaskjólum til þess að þurfa nú ekki að greiða sent til samfélagsins.

Það bregst ekki að í hvert sinn sem við minnum lesendur á að Booking sé nú ekki endilega málið þá stökkva fram einstaklingar sem segja okkur blygðunarlaust ljúga. Booking sé undantekningarlítið með lægsta verð á velflestum hótelum heimsins. Þeir hinir sömu virðast ekki hafa gert heimavinnuna sína því hótelbókunarvefur Fararheill leitar líka hjá Booking ásamt 60 öðrum bókunarmiðlum. Sé Booking með lægsta verðið þá kemur það líka fram hjá okkur.

En hvað gerist ef okkur langar nú að eyða vikutíma í Alicante í lok september. Hvað finnur hótelbókunarvél okkar þá?

Átta dæmi af hreinu handahófi síðustu vikuna í september 2018. Ekki í eitt skipti er Booking að bjóða lægsta verðið heldur þvert á móti er fyrirtækið töluvert dýrara en þeir lægstu. Endilega framkvæmdu þína eigin leit á hótelvef okkar og þú finnur svipaða niðurstöðu. Eða kíktu á vef eins vinsælasta neytendatímarits Bretlands, Consumer Affairs, og sjáðu hvers vegna Booking fær aðeins eina stjörnu af fimm mögulegum.

Ekki láta plata þig 😉