Forráðamenn hins nýja flugfélags Wow Air hafa ákveðið að bæta enn einni borginni við leiðakerfi sitt. Er það Salzburg í Austurríki en innan við tvær vikur eru síðan flugfélagið bætti Kaunus í Litháen við áfangastaði sína.

Með tilliti til þess að enn eru þrír mánuðir áður en fyrsta flug Wow Air fer í loftið er ljóst að forráðamenn sjá mun fleiri sóknarfæri á flugmarkaðnum en í fyrstu var talið en flugfélagið var stofnað í lok síðasta árs.

Er þetta jafnframt fyrsti áfangastaður Wow Air sem kynntur er sem hluti af vetraráætlun félagsins en fram til þessa hefur ekkert verið gefið upp um áætlun þess næsta veturinn.

Salzburg mun einungis bjóðast frá desember næstkomandi fram til febrúar svo jólabörn og skíðaáhugafólk ætti að taka gleði sína.

Ekki er ljóst hvaða prísar eru í boði á þessari nýju flugleið að svo stöddu