Gestir á safaríferðum í vinsælasta þjóðgarði Afríku, Kruger þjóðgarðinum í Suður Afríku, verða eftirleiðis sjálfir að fara persónulega á stúfana vilji þeir sjá nashyrninga með eigin augum. Leiðsögumenn hafa hætt að elta dýrin uppi af ótta við að koma veiðiþjófum á slóðina.

Veiðiþjófar slátruðu yfir 300 nashyrningum í Kruger þjóðgarðinum á síðasta ári. Dýrunum fækkar ört. Mynd Ralph Combs
Veiðiþjófar hafa slátrað 229 nashyrningum í Kruger þjóðgarðinum á þessu ári. Dýrunum fækkar ört. Mynd Ralph Combs

Kruger garðurinn er einn allra vinsælasti safarígarður heims og hingað til hafa nashyrningar verið meðal skærustu stjarnanna í þeim garði. En af er það sem áður var.

Veiðiþjófnaður ógnar svo þeim nashyrningum sem eftir eru að leiðsögumenn hafa nú hætt að veita nokkrar upplýsingar um dýrin. Þá hafa öll skilti er sýna helstu dvalarstaði dýranna verið tekin niður.

Ástæða þessa er mikil ásókn þjófanna í horn nashyrninga en duft úr þeim er talið hafa undursamleg jákvæð áhrif á líf, heilsu og ekki síst kynhvötina að því að talið er víða í Asíu.

Rúmlega 300 dýr voru drepin árið 2016 þrátt fyrir töluverða fjölgun veiðivarða og er nú svo komið að nashyrningar sjást ekki mikið í ferðum um Kruger né í öðrum vinsælum þjóðgörðum. Þeir eru, með öðrum orðum, komnir hátt á lista yfir dýr í útrýmingarhættu eins og velflest önnur stærri dýr jarðar.