Nokkur fjöldi Íslendinga virðist líta svo á að lítilsháttar veikindi og pestir á borð við slæmt kvef eigi að duga til að fá endurgreiðslu hluta ferðar sinnar hjá tryggingafélögunum. Tryggingar almennt dekka ekkert slíkt á ferðalögum. fev

Flestir landsmenn eru tryggðir á einn hátt eða annan á ferðum sínum erlendis. Margir með tryggingar gegnum kreditkort og venjuleg heimilistrygging dekkar í stöku tilfellum skaða eða tjón sem verður á ferðalögum. Svo er lítill hluti fólks með sérstakar ferðatryggingar.

En það er regin misskilningur hjá fólki að smotterí eins og kvefpest eða hitavella dugi til að fá greiðslur eða bætur. Ýmsir telja sig eiga rétt á einhverjum seðlum ef ferðar er ekki notið eins og til stóð samkæmt upplýsingum Fararheill frá Sjóvá.

Á það við um ýmsir umgangspestir á borð við kvef, niðurgang og annað slíkt sem vissulega getur haft neikvæð áhrif á ferðareynslu fólks en engin trygging endurgreiðir eða veitir bætur sérstaklega vegna slíkra smámuna. Slíkt kemur eingöngu til greina í þeim tilfellum sem veikindi eru það alvarleg til að viðkomandi verður að leggjast inn á spítala eða sækja ítrekað læknishjálp.

Almennt gildir það sama um lítilsháttar slys eða áverka. Gullna reglan er almennt að leiði slíkt ekki til þess að viðkomandi þurfi að leggjast inn til meðferðar dekka tryggingar sjaldnast tjón sem ferðafólk telur sig hafa orðið fyrir í útlöndum. Skiptir þá litlu hvers konar tryggingar fólk er með. Skilmálar þeirra flestra þeir sömu.

Annars skjóta veikindi oft upp kollinum erlendis samkvæmt rannsóknum. Nýleg stór áströlsk rannsókn sýndi fram á að 18 prósent ferðafólks verður að liggja fyrir í einn dag eða fleiri meðan á ferðalögum erlendis stendur.