Milljarða hagnaður og grillað daginn út og inn hjá yfirmönnum og eigendum Icelandair. En að endurgreiða krabbameinsveikri manneskju einn skitinn flugmiða reynist þeim ofviða.

Grillað á daginn og kvöldin hjá Icelandair. En að endurgreiða krabbameinsveikri manneskju flugmiðann er af og frá.
Grillað á daginn og kvöldin hjá Icelandair. En að endurgreiða krabbameinsveikri manneskju flugmiðann er af og frá.

Fararheill hefur fengið send ansi brútal skeyti í kjölfar þess að við gagnrýndum að Icelandair sé einu sinni á ári að monta sig af því að „bjóða“ langveikum börnum í flugferð. Fínt mál í alla staði en hvers konar manneskjur monta sig af góðverkum og hvers konar manneskjur monta sig af góðverkum sem aðrir borga fyrir. Það eru jú farþegar Icelandair sem gefa fé til þess að Vildarbörn Icelandair komist erlendis.

En fólk sem montar sig af því að gera eitthvað sem það ekki græðir á er heldur ekki að gera neinum öðrum greiða. Til dæmis ekki krabbameinsveikri konu vestur í Bandaríkjunum sem fór þess á leit við Icelandair að fá flugmiða sem hún hafði keypt endurgreiddan þegar í ljós kom að fjórða stigs krabbamein hafði náð yfirhöndinni og konan því ófær um ferðalög.

Ekki til að tala um var svar hins íslenska flugfélags. Það svar hefur vakið mikla hneykslan margra á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook og skyldi fáa undra.

Fyrir utan þá sjálfsögðu þjónustu að sýna veiku fólki skilning og gera þeim lokastundirnar ekki enn erfiðari þá er ritstjórn hissa á markaðsdeild flugfélagsins. Það er jú ekki eins og önnur flugfélög hafi ekki fengið stóran skell og blaðaumræðu eftir að hafa neitað endurgreiðslu við svipaðar aðstæður. Nú síðast American Airlines síðasta vetur.

Vissulega er enginn íslenskur fjölmiðill að stíga á tær Icelandair enda flugfélagið einn stærsti auglýsandinn á markaðnum en litli Fararheill hikar ekki andartak við að benda á slíkan viðbjóð sem þetta er og taka undir með gagnrýnendum erlendum. Þetta er hneisa.

Grillað á daginn og kvöldin hjá Icelandair. En að endurgreiða krabbameinsveikri manneskju flugmiðann er af og frá.
Grillað á daginn og kvöldin hjá Icelandair. En að endurgreiða krabbameinsveikri manneskju flugmiðann er af og frá.