Skip to main content
Tíðindi

Engin kort tekin gild í Vatikaninu

  06/01/2013október 17th, 2015No Comments

Sértu á ferð um Róm þessa stundina og langir að skoða söfn Vatikansins eða versla kannski nokkra trúarlega minjagripi skaltu hafa beinharða peninga í veskinu. Seðlabanki Ítalíu hefur nefninlega meinað þessari æðstu stofnun kaþólskra að nota kortagreiðslukerfi sökum gruns um að þar hafi verið stundað verulegt peningaþvætti.

Þannig eru kredit- og debetkort gagnslaus í Vatikaninu og helstu verslunum í næsta nágrenni sem flestar eru reknar af Vatikaninu sjálfu.

Ekki er við því búist að þetta ástand standi lengi yfir en lokað hefur verið fyrir kortanotkun frá áramótum að beiðni Seðlabanka Evrópu sem telur mikið vanta upp á að fjármál Vatikansins, sem er eiginlegt ríki, séu jafn gegnsæ og eðlileg og krafa er gerð um í Evrópu.

Vatikanið hefur gert opinbert að um skamman tíma sé að ræða en allt bendir til að nokkurn tíma geti tekið fyrir æðstustrumpa í Vatikaninu að koma fjármálum sínum í form sem Evrópski seðlabankinn sættir sig við.