Besta flugfélag heims, Emirates flugfélagið, er næstu vikurnar og reyndar alveg fram í apríl að bjóða sérdeilis fín kjör á flugi til margra tiltölulega framandi staða.

Þú vissir kannski ekki að Emirates flýgur reglulega til og frá Kaupmannahöfn 😉

Fyrir ævintýragjarna sem geta ekki hugsað sér að planta rassi eina mínútu á Benídorm eða Costa Adeje á Tenerife er margt vitlausara en kíkja á danska tilboðssíðu Emirates.

Þar má nú svo dæmi séu tekin finna flug fram og aftur frá Köben til Dúbaí niður í 57 þúsund krónur á kjaft, fram og aftur til Teheran í Íran allt niður í 49 þúsund krónur, til Nýju-Delí á Indlandi fyrir 55 þúsund kall og til Ho Chi Minh í Víetnam fyrir litlar 58 þúsund krónur lægst per haus.

Virkilega flottir pakkar á merkilega lágu verði og það með flugfélagi sem ár eftir ár eftir ár er valið besta flugfélag heims og gildir þá einu hvort gripið er niður hjá Tripadvisor eða World Travel Awards.

Kjörið tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og ekki leiðinlegt heldur að við komumst nánast alltaf til Köben á lágmarksverði héðan sökum harðar samkeppni. Svo neglirðu gistingu á fimmföldum hótelbókunarmeistara hér að neðan og skoðar heiminn fyrir brotabrot af því sem það kostar gegnum ferðaskrifstofu 🙂

Allt um þetta hér.