Hann er lítill og þröngur, það er pínulítið sérstök lykt innandyra og allmargar flöskurnar í rekkunum eru rykfallnar. En það er nú sennilega nákvæmlega eins og það á að vera á elsta starfandi veitingastað Ítalíu og mögulega í veröldinni allri.

Elsta veitingastað heims er ekki mjög auðvelt að finna enda afar lítill og í þröngri götu.
Elsta veitingastað heims er ekki mjög auðvelt að finna enda afar lítill og í þröngri götu. Ágætt að muna að hann er í götunni bakvið dómkirkju Ferrara.

Staðurinn atarna, Al Brindisi í borginni Ferrara í Emilia-Romagna héraðinu, hefur verið starfræktur linnulaust eða linnulítið frá árinu 1435 hvorki meira né minna. Staðurinn er staðfestur sem elsti veitingastaður heims í metabók Guinness þó ekki reyndar séu nú allir því sammála.

Veitingastaður er líka örlítið blekkjandi og knæpa kannski betri þýðing á ítalska orðinu Osteria sem er notað yfir staði á borð við Al Brindisi. Osteria hefur frá aldaöðli verið notað yfir litla staði sem eru meira barir en veitingastaðir. Þeir bjóða samt sem áður ýmislegt matarkyns með til að skola niður.

Frábært stopp fyrir hvern þann sem þvælist um Ítalíu og vill eiga minningar í bankanum. Hver man ekki lengi eftir að hafa fyllt maga á elsta veitingastað heims.

Nauðsynlegt er að panta í kvöldmat hér enda borð lítil og fá en hér er oft á tíðum rólegt yfir daginn og þá kjörið að heilsa upp á eigandann sem getur blygðunarlítið rakið slóð sína aftur til sjálfs stofnandans. Svo er hann opinn fyrir að spila á hljóðfæri fyrir gesti langt norðan úr Evrópu.

Heimasíðan hér.