Ó hve lífið væri indælt ef við Íslendingar ættum möguleika á að komast í ferðapakka þá sem bjóðast reglulega erlendis. Eins og til dæmis ellefu nátta Miðjarðarhafssiglingu á kostalegu skemmtiferðaskipi fyrir svo mikið sem 145 þúsund krónur samtals fyrir par eða hjón.

Væri vitlaust að stytta nóvembermánuð um nokkra daga um borð í þessu fleyi?
Væri vitlaust að stytta nóvembermánuð um nokkra daga um borð í þessu fleyi?

Jamm. Það er brandaraverð fyrir ljúfa siglingu milli forvitnilegra staða. Staða eins og Aþenu, Mykonos, Santorini, Krít,Valletta, Barcelóna, og Marseille svo einhverjar séu nefndar.

Við gleymdum ekkert að minnast á flugið sem er innifalið líka eða hvað? Það er að segja flug frá Berlín til Aþenu þar sem siglingin hefst og heimflug til Berlínar frá Savona á Ítalíu þegar ferð lýkur.

Skipið enginn dallur heldur. Costa Neoclassica er með þeim fallegri á Miðjarðarhafinu og eins og venja er í þessum skipum, allt fyrsta flokks um borð. Auðvitað þarf ekkert að spyrja að því að allur matur er innifalinn um borð alla ferðina.

En hvers vegna segjum við 145 þúsund annars vegar og svo 200 þúsund í fyrirsögn? Jú, við þurfum að koma okkur til Berlínar og heim aftur. Þar líka hægt að eyða nokkrum dögum án þess að leiðast eitt augnablik plús að mjög hagkvæmt er að versla í borginni. Okkur telst til að hægt sé að komast til og frá Berlín svo langt fram í tímann fyrir 30 þúsund krónur á mann ef heilu búslóðinni er ekki druslað með í töskum.

Sem sagt: Berlínartúr OG Miðjarðarhafssigling fyrir heilan hundrað þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Þar miðað við innriklefa en finnist yður þú eiga meira og betra skilið er hægt að fá ytriklefa líka og bætist þá ofan á kringum 50 þúsund krónur samtals.

Meira hér. Við höfum þegar gengið úr skugga um að ferðaskrifstofan tekur vel í fyrirspurnir og eða bókanir frá Íslandi hafi fólk áhuga.

Í millitíðinni óhætt að negla gott hótel í Berlín ef hugur er á faraldsfæti.