Skip to main content

F allegar eyjur heims skipta að minnsta kosti hundruðum um víða veröld. Ísland kemur strax upp í hugann, Hawaii-eyjarnar stórkostlegar, eldfjallaeyjurnar Azor og Madeira klárlega framarlega og svo má ekki gleyma þeim tugum eyja eða svo sem saman flokkast sem Nýja Sjáland.

Hafi einhver efast um fegurð Nýja Sjálands er óhætt að hætta því.

Hafi einhver efast um fegurð Nýja Sjálands er óhætt að hætta því.

Núorðið hefur fegurð Nýja Sjálands borist til heimsbyggðarinnar allrar gegnum hinar geysivinsælu kvikmyndir um hobbita Tolkiens og reyndar til þeir sem halda því fram að stórbrotið landslagið hafi einmitt skipt sköpum um vinsældir þeirra kvikmynda.

Eitt er víst að enga hobbita þarf til að stara agndofa á myndbönd af náttúru landsins sem er sannarlega þess virði að heimsækja þó langt sé að fara.

Eins og til dæmis má sjá á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var nýlega af ferðamanni sem var dolfallinn allan tímann.