Draumurinn um að fara einu sinni á ævinni í safaríferð til Afríku blundar í mörgum enda jafnast dýralífsþættir engan veginn á við að skoða hlutina með berum augum.

Töluvert getur munað þjóðgarða á milli hvenær best er að heimsækja. Mynd nick farnhill
Töluvert getur munað þjóðgarða á milli hvenær best er að heimsækja. Mynd nick farnhill

Ekki eru safaríferðir einskorðaðar við Afríku auðvitað en þangað er hvað styst að fara frá Íslandi og þegar kemur af fjölbreytni í dýra- og plöntulífi eru fáir staðir sem jafnast á við austurhluta Afríku.

Nema hvað ekki er sama hvenær haldið er í slíkar ferðir því munurinn á að fara á góðum tíma og slæmum er svart og hvítt. Eru velflest dýranna á sléttum Serengeti í Tanzaníu eða Tsavo í Kenía flökkudýr og tímasetja þarf nákvæmlega safaríferðir þangað með tilliti til hvenær mestu líkurnar eru að sjá heilu hjarðirnar af dýrum í stað þess að sjá heilu hjarðirnar af ferðamönnum.

En það er ekkert ýkja auðvelt að hitta á besta tímann og ferðaþjónustufyrirtæki í greininni hvetja áhugasama til að koma án þess í mörgum tilfellum að geta þess að tómlegt sé á hinum og þessum stöðunum á einhverjum timum ársins. Þá bætist við það vandamál að sumir þjóðgarðar Afríku loka alfarið yfir ákveðna tíma eins og fengitíma hjá mörgum dýrum.

Hér er þó tafla sem við rákumst á sem sýnir hvenær best er að heimsækja hina ýmsu þjóðgarða álfunnar og hvenær ekki. Gluggarnir tákna janúar til desember. Græni liturinn táknar besta tímann til heimsóknar, gulur sæmilegur en dökkblár og rauður slæmur.

Kort: Africansafaris
Kort: Africansafaris
Kort: Africansafaris
Kort: Africansafaris