Það er þetta með góðu vísuna og endurtekninguna. Makalaust súrt að landinn fatti ekki að hann er stundum að kasta fjármunum algjörlega út í buskann án þess að fatta að hann er að henda fjármunum út í buskann. Nema allir nema við hér eigi seðla á kantinum sem engin not eru fyrir.

Fjarri því sama hvar þú bókar gistingu erlendis

Góðkunningi ritstjórnar lét í sér heyra í byrjun vikunnar. Sá á leið til Madeira með betri helmingnum og vildi segja okkur frá þvílíku megatilboði sem hann hafði fengið á fimm stjörnu hóteli meðan á dvöl þeirra stóð. Hann svo ánægður að hann benti okkur á að endilega auglýsa viðkomandi bókunarvél fyrir aðra ferðalanga.

Við kíktum á tilboðið sem hann fékk og hringdum í kappann tæplega klukkustund síðar. Félaginn borgaði 32 þúsund krónum meira fyrir umrædda gistingu í Funchal á Madeira en hefði hann bókað sama herbergi á sama hóteli með sama morgunverði með því að notfæra sér fimmfaldan heimsmeistara í hótelbókunum: hótelvef Fararheill.

Karl varð eðlilega súr þegar hann fletti upp hótelinu sem hér um ræddi og reyndi bæði að breyta bókuninni gegnum þjónustuver Icelandair og með skeyti á hótelið sjálft. En sorrí Stína. Eða Helgi í þessu tilfelli. Hann henti rúmlega 30 þúsund krónum á haugana af því hann nennti ekki að gera verðsamanburð.

Alles gut með það. Sumir hafa bara takmarkaðan tíma og geta illa eytt nokkrum mínútum að ganga úr skugga um að hótelgisting, flug eða pakkaferðir séu dýrari eða ódýrari annars staðar.

Annað gildir um Þórð Helgason og hans frú. Þau sendu okkur skeyti á sunnudaginn var þar sem okkur var þakkað fyrir að benda á aukna möguleika í gistingu erlendis. Þórður og spússan hans spöruðu sér tæplega 50 þúsund krónur á þriggja vikna gistingu á Tenerife í maí á vef okkar umfram það sem var i boði hjá öðrum aðila. Þórður var svo sáttur að hann lofaði að senda ritstjórn bestu flösku af rauðvíni sem hann finndi í ferðinni.

Í hótelbransanum aldrei hægt að staðhæfa eitt né neitt. En það segir sig sjálft að betra er að hafa val en ekkert val. Nema auðvitað þú saknir þess þegar hvergi var hægt að kaupa neitt í landinu annars staðar en í kaupfélaginu.

Tökum eitt einasta dæmi svona til að færa sönnur á mál okkar.

Vinsælt hótel í Frankfurt í Þýskalandi. Verð hjá Icelandair vía Booking fyrir sjö daga í maí reynist 105.023 krónur á „sérstaklega frábærum kjörum.“
En lítið fer fyrir „frábærum kjörum“ þegar fólk skoðar vef Fararheill. Sama hótel, sami tími og sama herbergi með sömu þjónustu.

Ekki láta fífla þig. Hótelvefurinn okkar er ekki FIMMFALDUR heimsmeistari á World Travel Awards fyrir ekki neitt. Við finnum oftar en ekki lægra verð á gistingu í heiminum en Icelandair eða Wow Air bjóða þér.