Skip to main content
Tíðindi

Ekki gleyma easyJet

  14/01/2013febrúar 7th, 2014No Comments

Nú styttist í að það fjölgi áfangastöðum lággjaldaflugfélagsins easyJet hingað til lands en í mars hefjast regluleg flug milli Keflavíkur og Edinborgar í Skotlandi annars vegar og Manchester í Englandi hins vegar.

Sé staðan skoðuð á vef flugfélagsins þarf ekki mikla leit til að sjá að fargjöldin eru æði mismunandi. Til Manchester er komist ódýrast þetta vorið á verði kringum 26 þúsund krónum sem er fínt verð. Staðan er mun verri til skosku borgarinnar. Fram og heim aftur finnst ekkert undir 60 þúsund krónum og þá á eftir að bæta við töskugjaldi í báðum tilvikum.

Því miður er Icelandair ekki að bjóða betur enda kannski bjartsýni að ætlast til þess. Eru þó vélar easyJet miklu nýrri og þægilegri en vélar Icelandair og ekkert er ókeypis hjá Icelandair frekar en easyJet nema ef frá er talið töskugjaldið. Heimilt er að taka með 23 kíló af farangri hjá íslenska flugfélaginu en fyrir slíkt þarf að greiða hjá því breska. Icelandair býður best út og heim til Manchester flug á rétt undir 50 þúsund krónum.

Heimasíða easyJet hér.

Heimasíða Icelandair hér.