Fyrir hugsandi fólk er það alltaf rautt flagg þegar stórfyrirtæki monta sig af stórmerkum niðurstöðum í sínum eigin rannsóknum. Svo virðist sem sólarvörur Banana Boat fái mun betri einkunn í þeirra eigin rannsóknum en þegar óháðir aðilar leggja mat á klabbið.

Vörur frá þessum aðila veita alls ekki þá sólarvörn sem lofað er. Skjáskot

Við hér gerum okkur far um að gefa lesendum okkar eins kórréttar upplýsingar um ferðir, ferðalög og allt þeim tengt, og framast er unnt. Það felur í sér að taka alls ekki mark á auglýsingum og markaðsplöggi risafyrirtækja sem auðvitað kalla allt sitt mest og best og öruggast og fljótlegast og yndislegast og þar fram eftir götum.

Við höfum þegar bent ykkur ítrekað á að óháðar rannsóknir í Noregi sýna að sólarvörur Nivea eru næstum verri en engar og nú kemur í ljós að sólarvörur Banana Boat eru ekki hótinu skárri. Það staðfesta rannsóknir óháðra aðila á Nýja-Sjálandi. Sólarvörn Banana Boat er töluvert minni en lofað er.

Talsmenn Banana Boat véfengja niðurstöðurnar eins og stórfyrirtæki gera alltaf þegar menn spila ekki þeirra leik. En það er alls engin ástæða fyrir óháð rannsóknarfyrirtæki að gera lítið úr virkni sólarvarna ef það er ekki raunin. Þvert á móti er það þeim mjög í hag fjárhagslega að sleikja rassa stórfyrirtækja.

Sem þýðir auðvitað að sólarvörur Banana Boat eru töluvert verri en þeir telja þér trú um 😉